Heima með presti 30. júní 2024, Kallið sem bjargar send mig
Bryndis Svavarsdottir Bryndis Svavarsdottir
311 subscribers
21 views
1

 Published On Jun 30, 2024

Allar lýsingar Jesú á ríki Guðs voru í dæmisögum, svo sem, sagan um sáð- manninn, hveitið og illgresið og fiskana í netinu og þegar lærisveinarnir spurðu hann hvers vegna hann talaði í dæmisögum þá svaraði hann: Ykkur er gefið að þekkja leynda dóma himnaríkis, öðrum er það ekki gefið. Jesús talaði um leynda, þ.e. hulda dóma. Svar hans felur í sér að við þurfum að hafa fyrir því að fylgja honum, gera okkur far um að skilja dæmisögurnar og átta okkur á, að við frelsumst ekki fyrir það eitt að vita hver hann er sagður vera, heldur þurfum við að festa trúna í hjartanu.

Heima með presti 30. júní 2024, Þema: Kallið sem bjargar send mig, 5 sd eftir þrenningarhátíð, Lexía: 1 Mós 12:1-4a, Pistill: Róm 16:1-7, Guðspjall: Lúk 8:1-3, Post 7:1-2, Hebr 11:9, 1 Mós 13:14-17, 1 Mós 15:4-6, 1 Mós 17:10-14, 1 Mós 22:15-18, Matt 3:2, Jóh 1:23, Lúk 17:20-21, Jóh 19:15, Lúk 8:4-15, Matt 13:24-30, Matt 13:47-50, Matt 13:11, Jóh 3:3, 2 Kor 9:7, Post 20:35, Matt 12:30, Lúk 11:23, Matt 11:28, Ef 2:8, Gerð myndbands: Bryndís Svavarsdóttir

show more

Share/Embed